Logo Decor

Leghálsspeglun

Leghálsspeglun (colposcopy) er smásjárskoðun á leghálsi sem er gerð ef frumubreytingar finnast í leghálsstroki við hefðbundna skimun. Frumubreytingar eru oftast orsakaðar af veiru sem kallast HPV (human papilloma virus). Vægar forstigsbreytingar hverfa oft án meðferðar og því er nóg að endurtaka slíka skoðun eftir 6-12 mánuði. Ef það gerðist ekki eða ef um hágráðu frumubreytingar er að ræða í frumustorki þá þarf að gera leghálsspeglun til frekari greiningar. Við slíka speglun er leghálsinn skoðaður í smásjá og útbreiðsla fumubreytinga könnuð nánar. Einnig eru tekin vefjasýni (biopsiur) til vefjagreiningar.

Svar úr speglun fæst vanalega eftir 7-10 daga. Ekki eru allir læknar að gera svona speglanir þar sem talið er að betra sé að þetta sé á höndum fárra en við erum með lækna hjá okkur sem gera slíka rannsókn ef þörf krefur. Best er þá að nefna það við ritara þegar tími er bókaður.

Frekari upplýsingar um leghálsspeglun má finna á heimasíðu landlæknis.